Zendium

Hugsum heilsu munnsins upp á nýtt!

Munnurinn á skilið mildari meðferð en að sótthreinsa hann og útrýma öllum örverum. Prófaðu Zendium tannkrem sem er gert til að hlúa að munninum en ekki berjast gegn honum.

Passaðu upp á brosið! Hér eru nokkur ráð um hvernig við höldum munninum hreinum.

  1. Skiptu um tannbursta á að minnsta kosti 3ja mánaða fresti, en ef þú hefur verið veik/ur skiptu þá strax!
  2. Burstaðu tennurnar tvisvar á dag, í tvær mínútur
  3. Haltu fjarlægð á milli tannburstanna á heimilinu;)
  4. Notaðu tannkrem sem er gert til að hlúa að munninum en ekki berjast gegn honum.

Prófaðu tannkrem sem er gert til að hlúa að munninum en ekki berjast gegn honum.

Zendium hjálpar þér að viðhalda náttúrulegu og heilbrigðu jafnvægi í munninum. Hér neðar á síðunni getur þú séð úrvalið af tannkremi sem er í boði og tannkremið færðu í öllum helstu verslunum.

 

Fleiri staðreyndir um Zendium og munnheilsu:
Vissir þú að í munninum eru yfir 100 billjónir baktería? Það eru slæmu bakteríurnar sem valda skemmdum í tönnunum en góðu bakteríurnar geta á náttúrulegan hátt verndað munninn og tennurnar. Í raun og veru geta góðu bakteríurnar komið í veg fyrir að þessar slæmu fjölgi sér.

Zendium er vísindalega hannað og innblásið af náttúrulegum efnum og hefur Zendium sannanlega örvað góðu bakteríurnar og minnkað þær slæmu ásamt því að vinna gegn skemmdum og vandamálum í tannholdi. Örvaðu góðu bakteríurnar og með Zendium styrkirðu náttúrulegar varnir munnsins.

Zendium er milt en áhrifaríkt tannkrem. Það inniheldur 0% SLS (sodium lauryl sulphate), freyðiefni sem er í hefðbundnum tannkremum, sem vitað er til að breyti hvernig hlutir bragðast. Í stað SLS notar Zendium mild innihaldsefni sem eru hönnuð til þess að virða viðkvæma vefi í munninum. Það þýðir að tannkremið hentar vel fólki sem er með viðkvæman munn, eins og börn, barnshafandi konur og jafnvel fólk sem fær blöðrur í tannholdið.

Munnur barna er sérstaklega viðkvæmur. Börn hafa þrisvar sinnum fleiri bragðlauka heldur en fullorðnir og þeir eru dreifðir um allan munninn, ekki bara á tungunni. Þess vegna eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir sterku bragði og freyðiefnum í tannkremum, sem stundum getur valdið erfiðleikum við tannburstun og að þau bursta ekki nægilega lengi. Zendium er milt en áhrifaríkt og inniheldur það flúorinnihald fyrir börn sem mælt er með og það inniheldur ekki SLS freyðiefnið sem er þekkt fyrir að breyta bragði. Mild innihaldsefnin í Zendium valda því ekki óþægindum í tannholdi barna.