Prada

Prada er fyrir mörgum táknmynd ítalskrar hönnunar þar sem gæði og fágun hafa í gegnum aldirnar verið í hávegum höfð

Tískuhúsið var stofnað árið 1913 af Mario Prada sem sérhæfði sig í framleiðslu á leðurvörum. Árin liðu, vöruframboðið jókst og á sjöunda áratug síðustu aldar voru það afkomendur hans, mæðgurnar Luica og Miuccia sem tóku við rekstrinum en Prada eins og við þekkjum það í dag er útkoman af hugmyndum Miucciu sem byggjast á arfleifð afa hennar. Fyrsti ilmurinn frá Prada kom á markað 2003, þá aðeins í sérverslunum, en ári síðar bauðst almenningi að kaupa Prada ilmi í fleiri verslunum. Hver ilmur fókusar á eitt aðal innihaldsefni, s.s. vanillu, appelsínu, fjólu o.s.frv.“