Magnum

Magnum stendur fyrir gæði og lúxus en hann er mest seldi ís í heiminum

Magnum stendur fyrir gæði og lúxus en hann er mest seldi ís í heiminum. Hann kom á markað í Danmörku árið 1989 og var þróaður í samstarfi við Belgíska súkkulaðiframleiðendur til að ná fram lúxus tilfinningu í hverjum bita. Það sem gerir Magnum einstakan er sérvalin, handunnin og flauelismjúk vanillan frá Madagaskar og súkkulaðiábreiðan úr kakói frá vottuðum „Rainforest Alliance“ bæjum í V-Afríku.

Magnum er fyrsti íspinninn sem var markaðssettur fyrir fullorðna! Í dag fæst hann ekki bara sem íspinni heldur einnig í boxi sem er súkkulaðihjúpað allan hringinn svo þú verður að kreista þar til þú heyrir súkkulaðið bresta… þá er bara að opna dósina og njóta!